Dælubíll slökkviliðsins var sendur af stað um leið og tilkynning barst. Útkallið er óvenjulegt fyrir margra hluta sakir því af öllum dýrategundum eru það oftast kettir sem ná að koma sér í vandræði með því að klifra upp í tré en sjaldan fuglar.
Slökkviliðsmenn voru fljótir að koma upp stiga til að ná í fuglinn sem hékk öfugur niður úr trjágreininni. Í ljós koma að þráður hafði vafist utan um klærnar og fuglinn því kyrfilega fastur við greinina.
Það tók örfáar mínútur að ljúka verkinu og síðan var fuglinum sleppt.