Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Minnst 23 létust í úrhelli í Mumbai

18.07.2021 - 10:17
epa09348995 Workers observe waves crashing along the promenade during high tide in the Arabian Sea, in Mumbai, India, 16 July 2021. The monsoon season in India normally starts in the beginning of June and ends in September.  EPA-EFE/DIVYAKANT SOLANKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst 23 manns létust í úrhellisrigningu í Mumbai á Indlandi í nótt. Meirihlutinn þegar veggur hrundi á nokkur íbúðarhús eftir að tré hafði fallið á hann en sjö létust þar sem aurskriður féllu í borginni. Nú ganga monsúnrigningar yfir Indland en varað er við frekari úrhelli og þrumuveðri í Mumbai næstu daga. AFP fréttastofan greinir frá. Um tuttugu milljónir íbúa búa í Mumbai og eru margar byggingar borgarinnar ótraustar og í bágu ástandi.

Rigningatímabilið stendur frá júní til september og eru tjón á byggingum og fólki algeng á Indlandi á þessum tíma en tilkynnt var að tólf hefðu farist í júní í vegna rigninganna.