Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hjólhýsi brann til kaldra kola á Smiðjuvegi

18.07.2021 - 17:13
Mynd með færslu
 Mynd: Markús Þórhallsson - RÚV
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hjólhýsi í ljósum logum á Smiðjuvegi í Kópavogi nú rétt eftir klukkan 17. Þetta staðfestir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við fréttastofu. Búið er að slökkva eldinn en hjólhýsið brann til kaldra kola. Engin slys urðu á fólki.

Slökkviliðið sendi tvær stöðvar á vettvang í fyrstu þegar ekki var vitað um umfang brunans en annarri var snúið við. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki vitað um eldsupptök að svo stöddu. Hjólhýsið var nýkomið á planið þegar kviknaði í því. 

 

Katrín María Timonen
Fréttastofa RÚV