Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fjórir fluttir á slysadeild eftir rafskútuslys

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Fjórir voru fluttir á slysadeild síðasta sólarhringinn eftir að hafa slasast á rafskútum. Nokkur erill hefur þá verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en það sinnti 122 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Þar af voru 32 forgangsútköll og rafskútuslysin fjögur teljast til þeirra.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þar segir jafnframt að einn sjúkrabíll hafi skemmst þegar flösku var kastað í rúðu bílsins í miðborginni. Þá var nóttin einnig annasöm hjá lögreglu en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. 

 

 

 

 

Katrín María Timonen
Fréttastofa RÚV