Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Besta vini mannsins fagnað á Árbæjarsafni í dag

18.07.2021 - 19:34
Mynd: Grímur Jón Sigurðsson / RÚV
Dagur íslenska fjárhundsins var haldinn hátíðlegur í Árbæjarsafni í dag, í sjötta sinn. Hlutverk besta vinar mannsins hefur breyst í tímans rás. Vel fór á með hundum og mönnum.

Um 1000 hundar eru í stofni hreinræktaðra íslenskra fjárhunda hér á landi. Á ári hverju fæðast á bilinu 160 til 200 hvolpar og er hluti þeirra fluttur af landi brott, bæði til norðurlandanna, Bandaríkjanna og víðar. Íslenski fjárhundurinn er einnig ræktaður í öðrum löndum svo í heildina telur stofninn nokkur þúsund hunda. Um tíma var óttast að stofnin hyrfi, en með markvissu ræktunarstarfi hefur tekist að viðhalda og stækka stofninn. 

Eins og sjá má nutu gestir og gangandi nærveru hundanna í Árbæjarsafni í dag við dillandi harmonikkuspil Sigurðar Alfonssonar.
 

Sjónvarpsfréttina má sjá hér.