Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bændur sendir að stækka tjaldstæðið

Mynd: Rúnar Ingi Guðjónsson / Rúnar Ingi Guðjónsson
Bændur voru kallaðir út til sláttustarfa á Kirkjubæjarklaustri í kvöld svo hægt væri að koma öllum fyrir sem vildu á tjaldstæði bæjarins. Öll stæði voru full þegar fjöldi gesta með hjólhýsi í eftirdragi mætti á svæðið, og varð því að hafa snarar hendur.

Rúnar Ingi Guðjónsson, hjólhýsaeigandi, segir bændurna rétt hafa náð síðustu heyrúllunni af túninu þegar opnað var fyrir nýslegna svæðið, og segir hann að það hafi verið eins og að fylgjast með beljum komast út á vorin þegar hjólhýsin hoppuðu inn á túnið af gleði að fá næturpláss. Rúnar Ingi sendi fréttastofu myndskeiðið hér að ofan þar sem má sjá fegna bílstjóra koma sér fyrir á nýslegnum blettinum.

Einmuna blíðu er spáð á Kirkjubæjarklaustri næstu daga, yfir tuttugu stiga hita og sól bæði á morgun og á þriðjudag.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV