Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

44 í einangrun á sóttkvíarhótelum

18.07.2021 - 14:24
Gylfi Þór Þorsteinsson
 Mynd: RÚV - Skjáskot
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhússins, segir að þar séu nú 44 í einangrun og hafi fjölgað um fjóra frá því í gær. Þá séu í kringum 30 í sóttkví, allt fólk sem sé útsett fyrir smiti og 130 í skimunarsóttkví eftir komuna til landsins.

Gylfi segir að nokkur herbergi hafi losnað í morgun að loknum sýnatökum en ef bætist mikið í sóttkví þá þurfi að finna því fólki pláss annars staðar. Það skýrist með kvöldinu. Það yrði þá á Fosshóteli Reykjavík þar sem fólk dvelur í fimm daga skimunarsóttkví eftir komuna til landsins.