Skriðuföll við Skjálfanda

17.07.2021 - 23:16
Mynd með færslu
 Mynd: Stefán Guðmundsson
Skriður féllu úr Hágöngum við Flateyrarflóa í Skjálfanda í kvöld. Að sögn Stefáns Guðmundssonar, sem staddur er á Flatey, féllu skriðurnar með miklum drunum klukkustundum saman.

Fólk á Flatey kom saman við kirkjutröppurnar á eyjunni til að fylgjast með skriðuföllunum, og sagði Stefán í samtali við fréttastofu að þær hafi skilið eftir sig hjartalaga blett í fjallinu.

Sveinn Brynjólfsson, sérfræðingur á sviði ofanflóðahættumats hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt að sjá nákvæma ástæðu þess að skriðurnar féllu. Enginn snjór hafi verið fyrir ofan til að bráðna. Fjallið er bratt og gilskorur á milli berga, og því líklegast að þetta sé hluti af venjulegu rofi í fjöllum sem þessum. Ekki hefur frést af öðrum skriðuföllum á svæðinu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV