Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Frakkar krefjast sólarhringsprófs

17.07.2021 - 10:31
epa08292925 A person wearing protective face mask passes by the Louvre Museum in Paris, France, 13 March 2020. France will ban all gatherings of more than 100 people due to the coronavirus pandemic, French Prime Minister Philippe announced on 13 March 2020. President Macron announced the closing of schools, high schools and nurseries from 16 March 2020 on. Over 2,870 cases of COVID-19 infections and 61 deaths have been confirmed so far in France, reports state.  EPA-EFE/YOAN VALAT
 Mynd: EPA
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að krefja íbúa sex Evrópuríkja um að framvísa við komuna til landsins innan við sólarhrings gömlu neikvæðu COVID-prófi. Nýja reglan á við íbúa Bretlands, Spánar, Portúgal, Kýpur, Grikklands og Hollands og tekur gildi á miðnætti á morgun, samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar.

Ný krafa franskra stjórnvalda á við um óbólusetta ferðamenn en frönsk landamæri eru þar að auki nú lokuð þeim sem koma frá hááhættusvæðum, bólusettir geti þó ferðast til Frakklands sæti þeir vikulangri sóttkví.  Ekkert Evrópuland telst til há-áhættusvæðis að mati franskra stjórnvalda sem stendur. 

Smitum fjölgar í Frakklandi

Gripið er til þessara aðgerða til að bregðast við miklum vexti Delta-afbrigðisins í Evrópu en smitum hefur einnig tekið að fjölga í Frakklandi að undanförnu. Ellefu þúsund kórónuveirusmit greindust þar í landi í gær.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti fyrir skömmu að frá og með næsta miðvikudegi skulu allir framvísa bóluetningavottorði eða neikvæðri niðurstöðu úr skimun til þess að komast inn á opinbera staði svo sem kaffihús, söfn og leikhús. 

Allir frá Frakklandi í sóttkví í Bretlandi

Þá hafa Bretar tilkynnt að þrátt fyrir afléttingu takmarkana í Bretlandi á mánudag skuli ferðamenn sem koma frá Frakklandi sæta fimm til tíu daga sóttkví, þá gildir einu hvort þeir eru bólusettir eða ekki.