Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tónaflóð í Hofi á Akureyri

Tónaflóð í Hofi á Akureyri

16.07.2021 - 19:20

Höfundar

Tónaflóð fer fram í Hofi á Akureyri í kvöld þar sem þau Magni, Guðrún Árný, Ágústa Eva og Aron Can þenja raddböndin og fá heima- og aðkomumenn ásamt fólki heima í stofu með sér í fjöldasöng. Útsendingin hefst klukkan 19:40.

Tónaflóð er heiti sumartónleika RÚV og Rásar 2 sem sýndir eru eru í beinni útsendingu frá öllum landshlutum á föstudögum í júlí og áhersla verður lögð á þekkta íslenska tónlist. Á hverjum stað halda þjóðþekktir gestasöngvarar uppi fjörinu ásamt húsbandinu góða, Albatross.

Fjörið hefst klukkan 19:40. Hér má nálgast söngbók kvöldsins.