Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Dýrið hreppti frumleikaverðlaun í Cannes

Íslenska kvikmyndin Dýrið hreppti frumleikaverðlaun í flokknum Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2021.
 Mynd: Ysland

Dýrið hreppti frumleikaverðlaun í Cannes

16.07.2021 - 19:10

Höfundar

Íslenska kvikmyndin Dýrið hreppti í kvöld „Prize of Originality“ verðlaunin í flokknum Un Certain Regard sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

 

Dularfullt afkvæmi í afskekktum dal

Dýrið var heimsfrumsýnd á hátíðinni í Cannes og segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. 

Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni, sem tekin var upp í Hörgársveit, og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón.

Fyrsta hlutverk Rapace á íslensku

Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk bónda hennar. 

Á meðfylgjandi myndir frá Cannes má sjá Valdimar Jóhannsson leikstjóra með verðlaunin ásamt framleiðendunum Söru Nassim og Hrönn Kristinsdóttur og kvikmyndatökumanninum Eli Arenson.

Dýrið verður frumsýnd í september hér á landi.

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Noomi Rapace lærði að taka á móti lambi fyrir Dýrið

Kvikmyndir

Dýrið heimsfrumsýnd á Cannes hátíðinni