Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Staðfest smit í skipinu

15.07.2021 - 09:34
Mynd með færslu
Viking Sky í höfn á Seyðisfirði Mynd: Seyðisfjarðarhöfn - Kristján Kristjánsson
Farþegi um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur greinst með kórónuveiruna.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Starfsfólk skemmtiferðaskipsins sá sjálft um smitrakningu og því hefur hluti farþega verið sendur í sóttkví. Ekki hafa fengist upplýsingar um fjöldann.

Skipið liggur við höfn á Seyðisfirði, en greint var frá því í gær að grunur léki á um að einn farþegi um borð væri smitaður og var hann sendur í sýnatöku af þeim sökum.

 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV