Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mikil spenna fyrir 100 metrunum í Tókíó

epa07880936 Shelly-Ann Fraser-Pryce (L) of Jamaica crosses the finish line to win the women's 100m final during the IAAF World Athletics Championships 2019 at the Khalifa Stadium in Doha, Qatar, 29 September 2019. EPA-EFE/DIEGO AZUBEL
 Mynd: EPA

Mikil spenna fyrir 100 metrunum í Tókíó

15.07.2021 - 09:46
Það styttist óðfluga í að Ólympíuleikarnir í Tókíó verði settir en nú er aðeins ein vika í herlegheitin. Margir bíða spenntir eftir úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna en óvenju margir hlauparar geta barist um Ólympíugullið.

Á þessu keppnistímabili hafa Jamaíkukonurnar Shelly-Ann Fraser-Pryce og Elaine Thompson-Herah hlaupið hraðast.

Fraser-Pryce náði sínum besta tíma á móti í júní þegar hún hljóp á 10,63 sekúndum. Sá tími er nýtt landsmet í Jamaíka og er þetta annar besti tími sögunnar á eftir Florence Griffith-Joyner. Heimsmet Griffith-Joyner hefur staðið frá því á úrtókumótinu fyrir Ólympíuleikana í Seúl 1988, 10,49 sekúndur. 

Elaine Thompson-Herah á hraðast 10,71 á árinu og þá er Bandaríkjakonan Sha'Carri Richardson skammt undan á 10,72. Richardson mun þó ekki keppa á Ólympíuleikunum þar sem hún var fyrr í mánuðinum dæmd í eins mánaðar keppnisbann þar sem kannbis greindist í sýni hennar í lyfjaprófi.

Þriðja Jamaíkukonan, Shericka Jackson, er búin að hlaupa á 10,77 , Marie-Josee Ta Lou frá Fílabreinsströndinni á 10,86 og Natasha Morrisson, einnig frá Jamaíka, á 10,87. Miðað við þessa tíma er ljóst að keppnin í 100 metra hlaupinu verður ótrúlega hörð.