Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Karlmaður á fimmtugsaldri látinn eftir vinnuslys

15.07.2021 - 11:07
Mynd með færslu
 Mynd: - - Pexels
Maðurinn sem slasaðist í vinnuslysi á byggingarsvæði á Suðurnesjum í gær er látinn.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að hinn látni sé karlmaður á fimmtugsaldri og er málið í rannsókn.

Greint var frá því í gær að slysið hafi verið alvarlegt og að maðurinn hafi orðið undir steini.

 

Andri Magnús Eysteinsson