Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fimm tonn af kókaíni gerð upptæk í Kólumbíu

epa09345164 A handout photo made available by the Colombian Ministry of Defense shows a seized shipment of 5.4 tons of cocaine, exhibited by the authorities in Quibdo, Colombia, 14 July 2021. Colombian authorities seized 5.4 tons of cocaine owned by the Clan del Golfo, the country's largest criminal gang, in the department of Choco, bordering Panama, military sources reported on Wednesday.  EPA-EFE/Ministry of Defense Colombia / H  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Ministry of Defense Colombia
Kólumbíski sjóherinn gerði 5,4 tonn af kókaíni upptæk á dögunum efitr samstarf við yfirvöld í Panama og Bandaríkjunum. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir yfirlýsingu hersins í gær. Eiturlyfin fundust eftir að yfirvöld í Panama sáu hraðbát á leið inn í landhelgi ríkisins. Báturinn sneri við til Kólumbíu og var veitt eftirför af bátum kólumbísku strandgæslunnar.

Strandgæslan fann bátinn, og voru yfir 80 sekkir af kókaíni um borð í honum. Við leit í gróðurlendi nærri bátnum fundust nærri 150 sekkir til viðbótar. 

Yfirvöld segja eiturlyfin hafa tilheyrt Clan del Golfo glæpaklíkunni. Leiðtogi hennar er Dairo Antonio Usuga, sá eiturlyfjaforkólfur sem kólumbísk yfirvöld vilja helst grípa. Clan del Golfo er talin fjölmennasta glæpaklíka Kólumbíu. Hún er að mestu skipuð fyrrum liðsmönnum öfgasinnaðra skæruliða af hægri vængnum að sögn Reuters. Fyrr í vikunni greindi kólumbíski herinn frá því að fimm liðsmenn Clan del Golfo hafi fallið í aðgerðum hersins í Norte de Santander héraði. Meðal hinna látnu var leiðtogi klíkunnar í héraðinu. Fimm til viðbótar voru teknir til fanga.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV