Djokovic keppir í Tókýó

epa09338088 Novak Djokovic of Serbia celebrates after winning the men's final against Matteo Berrettini of Italy at the Wimbledon Championships, Wimbledon, Britain 11 July 2021.  EPA-EFE/NEIL HALL   EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Djokovic keppir í Tókýó

15.07.2021 - 21:52
Stórfréttir bárust úr herbúðum serbneska tenniskappans Novak Djokovic í kvöld. Djokovic, sem nýverið sigraði Wimbledon mótið í tennis er búinn að bóka farmiða til Tókýó og kemur til með að taka þátt á Ólympíuleikunum sem hefjast í næstu viku.

Djokovic fer þannig aðrar leiðir en helstu keppinautar sínir Rafael Nadal og Roger Federer sem hafa gefið það út að þeir ætli ekki til Tókýó að keppa. Þá hefur Serena Williams einnig gefið það út að hún mæti ekki til leiks.

Djokovic greindi frá því á Twitter síðu sinni í kvöld að hann væri klár, uppskar hann mikið hrós og fögnuður íþróttaunnenda leyndi sér ekki. Þá sérstaklega frá ungum japönskum tennisspilara Koujirou en Djokovic segir í myndbandinu sem hann setti á Twitter að hann hafi fylgst náið með honum og vonast til að geta hitt hann á Ólympíuleikunum.

Djokovic sem er númer eitt á heimslistanum þykir líklegur til þess að hirða gullið á leikunum en hann á fyrir ein bronsverðlaun frá Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Djokovic á 20 risatitla í tennis, jafn mikið og Roger Federer og Rafael Nadal.