Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Dæmdur fyrir tvær nauðganir, í varðhaldi fyrir þriðju

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í síðustu viku í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum.

Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfimaður kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst var greint frá þessu í fréttum Bylgjunnar. Maðurinn, Joshua Mogbolu, var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir að nauðga tveimur konum í fyrra.