Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Nýkrýndur Evrópumeistari til Parísar

epa09339200 Goalkeeper Gianluigi Donnarumma of Italy gives the thumbs up after the UEFA EURO 2020 final between Italy and England in London, Britain, 11 July 2021. Italy won the match in penalty shoot-out.  EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Nýkrýndur Evrópumeistari til Parísar

14.07.2021 - 20:03
Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma hefur skrifað undir fimm ára samning við franska félagið Paris Saint-Germain. Donnarumma spilaði stórt hlutverk í liði Ítalíu sem varð Evrópumeistari í fótbolta um liðna helgi.

Donnarumma er 22 ára gamall markvörður sem hefur verið á mála hjá ítalska liðinu AC Milan frá árinu 2013 en hann spilaði í fyrsta skipti með aðalliði Milan árið 2015. 

Hann lék í fyrsta skipti með landsliðinu aðeins 17 ára gamall en spilaði stóra rullu í Evrópumeistaratitli liðsins á nýafstöðnu móti. Hann var til að mynda öflugur í vítaspyrnukeppnum liðsins í undanúrslitunum gegn Spáni og úrslitum mótsins þar sem hann varði tvær vítaspyrnur frá Englendingum. Eftir að hafa haldið hreinu í þremur leikjum og aðeins fengið á sig fjögur mörk var Donnarumma valinn maður mótsins. 

PSG hafa verið öflugir á leikmannamarkaðnum í sumar og nú þegar hafa Hollendingurinn Gini Winjaldum, Spánverjinn Sergio Ramos og Marokkómaðurinn Achraf Hakimi skrifað undir hjá liðinu. Kostaríski markmaðurinn Keylor Navas hefur staðið milli stanganna hjá Parísarliðinu frá árinu 2019 en spurning hvað gerist nú þegar Donnarumma mætir á svæðið.