Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Manni komið til bjargar í Vatnajökulsþjóðgarði

14.07.2021 - 21:05
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Björgunarsveitarmenn, ásamt landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, komu manni til bjargar á níunda tímanum í kvöld. Maðurinn ræsti neyðarsendi sinn síðdegis í dag norðvestan við Öskju en ekki var vitað hversu margir voru í vanda eða af hverju.

Þar sem snjór er á svæðinu þurftu viðbragðsaðilar að nota bæði vélsleða og gönguskíði til að komast að manninum. Maðurinn virðist vera ómeiddur en verður til öryggis fluttur á sjúkrahús til læknisskoðunar.