Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Alvarlegt vinnuslys í Reykjanesbæ

14.07.2021 - 18:21
Mynd með færslu
 Mynd: Rauði krossinn
Á öðrum tímanum í dag varð alvarlegt vinnuslys á byggingarsvæði í Reykjanesbæ þegar maður varð undir steini.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum rannsaka lögreglan, ásamt Vinnueftirlitinu, tildrög slyssins. Ekki er vitað um líðan mannsins og lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. 

Tinna Eiríksdóttir
Fréttastofa RÚV