Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Yfir 50 fórust þegar COVID-deild sjúkrahúss varð alelda

13.07.2021 - 01:35
Erlent · Asía · Írak
epa04690881 A picture made available on 03 April 2015 shows Iraqi security forces securing a street in Tikrit City, northern Iraq, 02 April 2015. Iraqi Prime Minister Haider al-Abadi had announced the 'liberation' of the strategic town from the Islamic State militia at the end of March and was expected to raise the Iraqi flag on the provincial headquarters of the town in a symbol of its recapture from hardline jihadists, Iraqi media reported. Tikrit is symbolic, as the town was once part of the heartland of Sunni resistance to the Shiite-led government. It is also strategic, as it leads to Mosul, Iraq's second-largest city and the most prominent region under the full control of the Islamic State.  EPA/BARAA KANAAN
 Mynd: EPA
Minnst 52 létust og 22 slösuðust í miklum eldsvoða á sjúkrahúsi í íröksku borginni Nasiriyah á mánudag, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum. Eldurinn kom upp á einangrunardeild fyrir COVID-19 sjúklinga á Al-Hussein sjúkrahúsinu síðla dags. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni á vettvangi að súrefniskútar hafi sprungið í eldinum, sem skýri hversu mikill hann varð og hve hratt hann breiddist út um deildina alla.

 

Haydar al-Zamili, talsmaður heilbrigðisyfirvalda í borginni, segir að 52 hafi fundist látin en 22 slasast og komist út eða verið bjargað úr brunarústunum við illan leik. „Fólkið lést af brunasárum og leit stendur enn yfir," hefur AFP eftir al-Zamili.

Annar sjúkrahúsbruninn á þremur mánuðum

Aðeins eru um þrír mánuðir frá því að mannskæður eldsvoði varð á öðru íröksku sjúkrahúsi. Í frétt AFP segir að tugir ungra mótmælenda hafi safnast saman utan við Al-Hussein sjúkrahúsið og sakað stjórnvöld um að bregðast  þjóðinni með glæpsamlegri vanrækslu, og að kallað hafi verið eftir afsögnum háttsettra embættis- og stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum vegna eldsvoðans.

Forseti Íraksþings tók að vissu leyti undir með mótmælendum þegar hann sagði eldsvoðann „skýra sönnun þess að mistekist hefur að vernda líf Íraka og það verður að breytast.“ Mustafa al-Kadhemi, forsætisráðherra Íraks, kallaði ráðherra og yfirmenn öryggismála saman til neyðarfundar og heitir því að komast til botns í því sem gerðist.

Yfirvöld í Dhi Qar-héraði, þar sem Nasiriyah er höfuðborg, lýstu yfir neyðarástandi og kölluðu alla lækna og hjúkrunarfræðinga til starfa, líka þau sem voru í leyfi. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV