Federer ekki með á Ólympíuleikunum

epaselect epa07810810 Roger Federer of Switzerland hits a return to David Goffin of Belgium during their match on the seventh day of the US Open Tennis Championships the USTA National Tennis Center in Flushing Meadows, New York, USA, 01 September 2019. The US Open runs from 26 August through 08 September.  EPA-EFE/BRIAN HIRSCHFELD
 Mynd: EPA

Federer ekki með á Ólympíuleikunum

13.07.2021 - 17:42
Tenniskappinn Roger Federer hefur tilkynnt að hann sé hættur við þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó vegna hnémeiðsla. Þetta tilkynnti hann á samfélagsmiðlum í dag.

Federer er 39 ára gamall og hefur unnið 20 risamót á ferlinum. Hann var á meðal keppenda á Wimbledon mótinu um síðustu helgi en datt út í 8-manna úrslitum. Federer vann gullverðlaun í tvíliðaleik á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem hann keppti ásamt Stan Wawrinka fyrir Sviss. Þá hlaut hann silfurverðlaun í einliðaleik eftir tap gegn Andy Murray í úrslitum. 

Í dag er Federer í níunda sæti heimslistans og hefur horft upp á bæði Rafael Nadal og Novak Djokovic jafna hann yfir árangur á risamótum, en allir þrír hafa unnið til 20 gullverðlauna á risamótunum í tennis.