Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tvær nýjar sprungur fundist á skrokk Estóníu

12.07.2021 - 12:19
Mynd með færslu
 Mynd: SVT
Tvær nýjar sprungur hafa uppgötvast á skrokki farþegaferjunnar Estóníu, sem liggur á botni Eystrasalts. Sprungurnar eru 10-15 metra langar en óvíst er hvort þær komu til fyrir eða eftir að skipið sökk.

Estónía sökk í september 1994 og fórust 852 með skipinu. Er það eitt mannskæðasta sjóslys á friðartímum.

Þrátt fyrir rannsóknir er margt á huldu um tildrög slyssins og hafa opinberar kenningar verið dregnar í efa. Samkvæmt þeim má rekja slysið til illa far­ins stafn­hlera skips­ins, sem losnaði í óveðri.

Í upphafi þessa mánaðar hófu yfirvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi nýja rannsókn á skipinu, en tilefni þess var heimildarmynd sem út kom í fyrra, Estonia – fyndet som ändrar allt (Estónía – uppgötvunin sem breytir öllu).

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV