Skylda heilbrigðisstarfsfólk í bólusetningu

epa09234885 People wait outside a vaccination centre for their turn to get a dose of a vaccine against Covid-19, in Athens, Greece, 29 May 2021. About 2 million residents of Greece are fully vaccinated, slightly less than 20 percent of the country's total population, Deputy Digital Governance Minister Giorgos Georgantas said on Saturday.  EPA-EFE/ORESTIS PANAGIOTOU
 Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Stjórnvöld í Grikklandi hafa skipað öllu heilbrigðisstarfsfólki að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra sagði þegar hann kynnti ákvörðunina að hún gilti einnig fyrir starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Það yrði að láta bólusetja sig fyrir sextánda ágúst, ella yrði það sent í veikindaleyfi.

Aðrir þurfa að fara í bólusetningu fyrir fyrsta desember, hvort heldur sem þeir vinna á opinberum stofnunum eða í einkageiranum. Frá og með morgundeginum geta ungmenni á aldrinum fimmtán til sautján ára látið bólusetja sig með bóluefni frá Pfizer. 

Delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur dreifst um Grikkland að undanförnu. Stjórnvöldum er því mikið í mun að sem flestir láti bólusetja sig. Nú þegar eru 4,3 milljónir landsmanna af 10,7 milljónum fullbólusettar.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV