Sjöfalt fleiri ferðamenn í júní

12.07.2021 - 16:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll í júní voru 42.600, eða um sjöfalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Fjöldi erlendra ferðamanna nær þrefaldast milli mánaða, því í maí voru brottfarir erlendra farþega 14.400.

Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir erlendra ferðamanna, en helmingur ferðamanna í júní voru bandarískir. Næstir koma Pólverjar, 8,6%, og Þjóðverjar, 7,5%.

Frá áramótum hafa nú 75 þúsund erlendir farþegar farið úr landi eða 78% færri en á sama tímabili í fyrra. 

Brottfarir Íslendinga í júní voru um 13.500 en í sama mánuði í fyrra voru þær ríflega fimm þúsund. Ferðir Íslendinga fyrstu sex mánuði ársins eru þó enn færri en í fyrra, eða 32.400 samanborið við um 95.000 í fyrra. 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV