Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

15 ára dómur fyrir valdaránstilraun

12.07.2021 - 11:14
epa09339725 A car transporting former Jordanian royal adviser Bassem Awadallah (unseen) leaves the State Security Court after a verdict was announced in his trial alongside another official, accused of helping Prince Hamzah try to overthrow his half-brother King Abdullah II, in the capital Amman, Jordan, 12 July 2021. The court sentenced Awadallah and an ex-envoy to Saudi Arabia, Sharif Hassan bin Zaid, to 15 years in jail over a palace coup plot.  EPA-EFE/MOHAMMAD ALI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Dómstóll í Jórdaníu hefur sakfellt tvo menn, fyrrverandi hirðstjóra og ættingja konungs, fyrir landráð og samsæri gegn konungdæminu. Mennirnir, sem neituðu báðir sök, voru dæmdir í fimmtán ára fangelsi.

Mennirnir tveir voru handteknir í apríl í rassíu sem gerð var í kjölfar meintrar tilraunar Hamsah, fyrrverandi krónprins, til að steypa valdhöfum af stóli. Hamzah, sem er hálfbróðir konungs, var sjálfur settur í stofufangelsi vegna þessa en þurfti þó ekki að svara til saka.

Konungur gaf það út að málið hefði verið leyst innan fjölskyldunnar og fór svo að Hamsah sór konungi hollustueið opinberlega. Átján voru handteknir vegna málsins en þeim var öllum sleppt án ákæru nema mönnunum tveimur, Bassem Awadallah og Sharif Hassan.

Þeim var gefið að sök að hafa lagt á ráðin um að koma Hamzah prins til valda. 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV