Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Stjórn Afganistans biður afgönsku flóttafólki griða

epa09335181 Afghan National Army (ANA) soldiers stand guard on a road side check point in Herat, the provincial capital of Herat province neighboring Iran in Herat, Afghanistan, 10 July 2021. Taliban fighters have captured two Afghan border crossings with Iran and Turkmenistan, officials said 09 July, marching ahead with their rapid territorial gains after American troops started pulling out from Afghanistan. A significant amount of trade happens through the ports generating massive revenues for the Afghan government.  EPA-EFE/JALIL REZAYEE
Afganskur stjórnarhermaður á vaktpósti sínum nærri Herat, höfuðborg samnefnds héraðs sem liggur að landamærum Írans. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Kabúl hvetja Evrópuríki til að hætta að senda afganskt flóttafólk aftur til Afganistans, þótt því hafi verið synjað um hæli í viðkomandi ríkjum. Ástæðan er sú að talibanar sölsa undir sig æ stærri landsvæði í Afganistan jafnharðan og Vesturlönd draga herafla sinn þaðan, og landið þess vegna fjarri því að geta talist öruggt ríki. Afganska ríkisstjórnin fer því fram á að Evrópuríki hætti að senda Afganskt flóttafólk til síns heima næstu þrjá mánuði hið minnsta.

Það er ráðuneyti málefna flóttafólks og heimkomu brottfluttra sem sendir erindið til Evrópuríkjanna fyrir hönd afgönsku ríkisstjórnarinnar, en allmörg Evrópuríki hafa vísað afgönskum hælisleitendum til heimalandsins síðustu misseri.