Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Mannskæðir eldar í Bandaríkjunum

11.07.2021 - 18:38
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot
Tveir slökkviliðsmenn í Arizona fórust þegar flugvél þeirra hrapaði þar sem þeir voru í könnunarflugi yfir skógareldi. Mikil og hættuleg hitabylgja er nú í vesturríkjum Bandaríkjanna og hitinn vex enn.

 

Í Las Vegas fór hitastigið í 47,2 gráður og jafnaði fyrra met. Hitunum hafa fylgt gróðureldar og svo heitt er að slökkviliðsmenn segja að vatn sem reynt er að sleppa á elda úr loft gufi upp áður en það kemst að þeim. Í Nevada hefur fólk þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda. Stærsti eldurinn í Kaliforníu kviknaði eftir að eldingu laust niður í tré.

Eldurinn hrekkur milli trjá og eirir engu

Neistar og glæður hrökkva tré úr tré og sjá hefur mátt eldingar skjótast milli skýja sem myndast fyrir ofan eldana. Aðeins nokkrar vikur eru síðan mannskæð hitabylgja gekk yfir norðvesturríkin og Kanada. Júní var sá heitasti nokkru sinni á þessum slóðum. Sérfræðingar telja að tengja megi þessa miklu hita við loftslagsbreytingar en erfitt sé að tengja einstaka atburði við hlýnun jarðar

 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV