Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Feiknarmikil fagnaðarlæti á Ítalíu

epa09339193 Italy’s supporters watch the UEFA EURO 2020 Championship Final Italy vs. England, played at the Wembley stadium in London;  in Turin, Italy, 11 July 2021.  EPA-EFE/JESSICA PASQUALON
Mikið fjör var í Tórínó eins og annars staðar á Ítalíu eftir að Ítalir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fótbolta í kvöld. Mynd: EPA-EFE - ANSA

Feiknarmikil fagnaðarlæti á Ítalíu

11.07.2021 - 23:52
Allt ætlaði um koll að keyra á Ítalíu þegar karlalandslið landsins varð Evrópumeistari í fótbolta með sigri á liði Englendinga á Wembley í Lundúnum í kvöld.

Vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá leikinn, þar sem staðan var eitt mark gegn einu eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Svo fór að Ítalir skoruðu úr þremur spyrnum en Englendingar aðeins tveimur og Ítalir þar með Evrópumeistarar í fyrsta sinn frá árinu 1968, Markvörður þeirra, hinn kornungi Gianluigi Donnarumma, var svo valinn maður mótsins að leik loknum.

Vonbrigðin voru mikil í Lundúnum en fögnuðurinn að sama skapi ógurlegur í Róm og á Ítalíu allri. Ítalir þyrptust út á götur og torg þúsundum saman og slógust í hóp kampakátra landa sinna sem þar voru fyrir, í tugþúsunda tali, til að hylla sína menn með hrópum, söng, flugeldum, fánasveiflum og almennum fagnaðarlátum, auk hinna ómissandi bílflaututónleika sem blásið var til hvar sem bílfært var.  

epa09339191 Italy’s supporters watch the UEFA EURO 2020 Championship Final Italy vs. England, played at the Wembley stadium in London; in Rome, Italy, 11 July 2021  EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Rómverjar fagna í Róm
epa09339221 Italy’s supporters celebrate their team's victory in the UEFA EURO 2020 Championship at the end of the final against England, played at the Wembley stadium in London; in Brescia, Italy, 11 July 2021.  EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Brosin voru breið í Brescia
epa09339085 Italy’s supporters celebrate the victory of the UEFA EURO 2020 Championship at the end of the final against England, played at the Wembley stadium in London, in Milan, Italy, 11 July 2021.  EPA-EFE/MATTEO CORNER
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Mikil gleði í Mílanó
epa09339128 Italy’s supporters celebrate the victory of the UEFA EURO 2020 Championship at the end of the final against England, played at the Wembley stadium in London, in Capri Island, Italy, 11 July 2021.  EPA-EFE/GIUSEPPE CATUOGNO
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Kátt á hjalla á Capri
epa09339304 Italy’s supporters celebrate their team's victory in the UEFA EURO 2020 Championship at the end of the final against England, played at the Wembley stadium in London; in Genoa, Italy, 11 July 2021.  EPA-EFE/LUCA ZENNARO
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Gaman í Genoa

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ítalir Evrópumeistarar eftir sigur í vítaspyrnukeppni