Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Ástæða til að hafa áhyggjur af ofbeldi í kvöld

epa09330487 Fans of England celebrate after the UEFA EURO 2020 semi final between England and Denmark in London, Britain, 07 July 2021.  EPA-EFE/Andy Rain / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Ástæða til að hafa áhyggjur af ofbeldi í kvöld

11.07.2021 - 12:48
Þjóðernisstolt, múgsefjun og fíkniefnaneysla blönduð eitraðri karlmennsku eru á meðal ástæðna þess að ofbeldi er verra vandamál á meðal stuðningsmanna enska landsliðsins en annarra, segir félagsfræðiprófessor. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af ofbeldi í tengslum við úrslitaleikinn í Evrópumeistarakeppninni í kvöld.

 

Framganga stuðningsmanna enska liðsins hefur verið gagnrýnd, bæði í leiknum við Þjóðverja og við Dani. Danskir stuðningsmenn sögðu frá því eftir leikinn á miðvikudag að enskar bullur hefðu veist að þeim, rifið í hár þeirra og jafnvel skyrpt á börn.

Evrópska knattspyrnusambandið hefur kært Englendinga vegna þess að leysigeisla var beint að andliti danska markvarðarins Kaspers Schmeichels rétt fyrir vítaspyrnu sem réði úrslitum leiksins, og eins fyrir að trufla flutning danska þjóðsöngsins og kveikja í flugeldum á áhorfendapöllunum.

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir hegðun bullanna áhyggjuefni í kvöld.

„Já, heldur betur, það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur af því sem gerist í kringum þennan leik," segir hann. „Það skiptir þá ekki endilega máli hvort England vinnur eða tapar. Til dæmis sýna rannsóknir að þegar England spilar á stórmótum í fótbolta eykst heimilisofbeldi í kjölfar leikjanna. Ef England tapar er það sérstaklega mikið, en ef England vinnur verður heimilisofbeldi meira en alla jafna."

Enska vandamálið

Viðar segir að þótt fótboltabullur séu vandamál víða, þá virðist ofbeldi í tengslum við fótboltaleiki vera verra á Englandi en annars staðar, og jafnvel kallað „enska vandamálið."

„Vegna þess að hvað sem gerist, hvort sem þeir spila heima eða heiman, þá verður einhver múgstemning sem magnast upp við ákveðnar aðstæður. Og fótboltinn veitir einhvers konar umgjörð sem dregur saman alls konar vandamál og þætti, eins og þjóðarstolt, eins og sjálfsmynd, vímuefnaneyslu, eitraða karlmennsku, hörku leiksins, að tilheyra einhverjum hópi; dregur þetta saman í einhvers konar suðupott, þegar svona tilfinningar og hugmyndir koma saman, og brjótast út í kringum þennan íþróttakappleik."
 

 

Tengdar fréttir

Fótbolti

UEFA kærir Englendinga fyrir leysigeislanotkun

Fótbolti

England í fyrsta sinn í úrslit EM og það á Wembley?