Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Argentína er Suður-Ameríkumeistari í fótbolta

epa09336507 Argentina's Lionel Messi (C) celebrates  with the Copa America trophy after the Copa America 2021 final between Argentina and Brazil at the Maracana Stadium in Rio de Janeiro, Brazil, 10 July 2021.  EPA-EFE/Andre Coelho
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Argentína er Suður-Ameríkumeistari í fótbolta

11.07.2021 - 03:22
Lið Argentínu varð í nótt Suður-Ameríkumeistari í fótbolta karla þegar það sigraði lið heimamanna í Brasilíu með einu marki gegn engu. Angel di Maria skoraði markið sem færði Argentínumönnum fyrsta stóra, alþjóðlega titilinn í 28 ár og stórstjörnunni Lionel Messi sinn fyrsta sigur á stórmóti með landsliðinu.

Leikurinn fór fram á Maracana-leikvanginum í Ríó de Janeiro, þar sem Brasilía hafði ekki tapað leik í meira en 2.500 daga þar til þetta gerðist.  

Tengdar fréttir

Fótbolti

Brasilía og Argentína mætast í úrslitum Copa América

Fótbolti

Eitt mark dugði Brasilíu gegn Perú