Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Nær 400 mótmælendur særðir eftir skothríð Ísraelshers

epa09333899 Palestinian protester throws back a tear gas grenade during clashes after a demonstration against the expansion of the new Jewish outpost of Eviatar on the lands of Beita village near the West Bank City of Nablus, 09 July 2021. Residents of Beita village are continuing their demonstrations after Israeli authorities decided to evacuate the Eviatar settlement outposts and is reportedly assessing turning the outpost into a military base.  EPA-EFE/ALAA BADARNEH
Palestínskur mótmælandi býr sig undir að skila táragashylki til þeirra sem köstuðu því að mótmælendum nærri Nablus á Vesturbakkanum á föstudag Mynd: EPA-EFE - EPA
Hundruð Palestínumanna særðust þegar ísraelskir hermenn hófu skothríð á stóran hóp fólks sem safnast hafði saman til að mótmæla ólöglegri byggð á Vesturbakkanum á föstudag.Yfir 370 særðust, þar af voru um 30 skotnir með venjulegum byssukúlum en hin með gúmmíhúðuðum stálkúlum.

 

Drónar voru notaðir til að varpa táragasi á mótmælendur, sem hópuðust saman eftir föstudagsbænir við bæinn Beita, nærri Nablus, til að mótmæla landráni Ísraela. Í frétt al Jazeera segir að mótmælendur hafi kveikt í dekkjum og kastað grjóti að hermönnum, sem svöruðu með skothríð og táragasi.