Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Kólumbía og Taívan aðstoða við rannsókn forsetamorðs

epaselect epa09332670 Police officers guard a group of suspects of having participated in the assassination of the Haitian President, Jovenel Moise, in Port-au-Prince, Haiti, 08 July 2021. The Haitian National Police reported that so far six people were arrested for their alleged involvement in the assassination of President Jovenel Moise, and four others have been killed. Three of the four assailants who died were foreigners, said Police Director General Leon Charles, who did not provide further information about their nationality.  EPA-EFE/Jean Marc Herve Abelard
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Kólumbísk yfirvöld aðstoða við rannsókn á morði Haítí-forseta og ellefu úr 28 manna hópi grunaðra tilræðismannavoru handteknir á lóð sendiráðs Taívans í Port-au-Prince. Þetta kemur fram í fréttum frá Haítí í nótt. 26 Kólumbíumenn voru í 28 manna hópi sem talið er víst að hafi staðið að morðinu á Jovenel Mais, forseta Haítí, aðfaranótt miðvikudags.

Fyrrverandi hermenn í Kólumbíuher

Í yfirlýsingu Diego Molanos, varnarmálaráðherra Kólumbíu, segir að svo virðist sem minnst sex þeirra séu fyrrverandi hermenn í Kólumbíuher og hafi fengið þjálfun sína þar. Segist ráðherrann hafa skipað yfirstjórn hers og lögreglu í Kólumbíu að aðstoða yfirvöld á Haítí við rannsókn forsetamorðsins eins og framast er unnt.

Leituðu skjóls á lóð sendiráðs Taívans

Þá birt sendiráð Taívans fréttatilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að lögregla í Port-au-Prince hefði handtekið ellefu gunaða tilræðismenn á lóð þess í gær. Í tilkynningunni segir að öryggisverðir sendiráðsins hefðu orðið þess varir í dögun á fimmtudag að hópur vopnaðra manna hefði brotið sér leið inn á lóðina.

Vöruðu þeir starfsfólk sendiráðsins við og höfðu óðara samband við lögregluna í borginni. „Að beiðni ríkisstjórnar Haítí og til að aðstoða við að hafa hendur í hári hinna grunuðu, veitti sendiráðið haítísku lögreglunni heimild til að fara inn á lóð sendiráðsins.“  Lögregla lét svo til skarar skríða um klukkan sextán að staðartíma og yfirbugaði ellefumenningana, sem sendiráðið segir málaliða sem grunaðir eru um aðild að morðinu á forsetanum.