Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fundurinn var gamall flugskeytabúnaður úr orrustuþotu

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Atli Magnússon - RÚV
Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning í gær um „torkennilegan“ hlut í flaki af gamalli flugvél á framkvæmdasvæði við Keflavíkurflugvöll. Hann reyndist þá vera gamall flugskeytabúnaður. Það voru verktakar sem voru við vinnu á svæðinu sem komu niður á flakið. Lögreglan og heilbrigðiseftirlitið voru kölluð á svæðið en Landhelgisgæslan hefur nú málið hjá sér.

Sem fyrr segir þá reyndist fundurinn vera gamall flugskeytabúnaður. Svo segir í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum. Þá sé engin hætta á ferðum.  

Fannt á gömlum urðunarstað fyrir flugvélar 

Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar, staðfestir að um gamlan flugskeytabúnað hafi verið að ræða en svæðið sé gamall urðunarstaður fyrir flugvélar. Margtum fleiri flök af flugvélum séu á svæðinu. 

Flakið reyndist vera af orrustuþotu af gerðinni F89 Scorpion. Á þeim eru eldflaugar á vængjarendum og því var farið í að kanna hvort vélin hefði farist á svæðinu en ekkert virðist benda til þess. Sigurður segir það ekki óvenjulegt að flakið hafi fundist á svæðinu og það hafi einungis verið eðlilegt verklag að ráðast í nánari rannsóknir.