Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Veirusmitum fjölgar hratt í Bretlandi

epa09238943 Young people receive Covid-19 vaccination jabs at Twickenham rugby stadium in London, Britain, 31 May 2021. The UK government is pushing ahead with its vaccination program in its fight against the Indian variant. Twickenham rugby stadium has become a mass vaccination centre offering first jabs to everyone over thirty years of age. The UK government plans to lift lockdown restrictions completely 21 June.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
28.773 kórónuveirusmit voru staðfest í Bretlandi síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi síðan 29. janúar. Nánast öll smitin eru af hinu bráðsmitandi delta-afbrigði veirunnar.

Hátt í 225 þúsund landsmenn voru bólusettir gegn veirunni í fyrra sinn í gær og tæplega 148 þúsund fengu síðari bólusetninguna. Rúmlega 64 prósent þjóðarinnar eru fullbólusett.

Bresk stjórnvöld stefna að því að afnema flestar sóttvarnaráðstafanir á Englandi 19. júlí. Sajid Javid heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að frá 16. ágúst þurfi fullbólusett fólk ekki lengur að fara í sóttkví þótt það komist í snertingu við einhvern sem er smitaður af kórónuveirunni. 

Bresk stjórnvöld gera ráð fyrir að dagleg veirusmit geti verið um fimmtíu þúsund á sólarhring þegar sóttvarnarráðstafanirnar verða afnumdar og fari jafnvel í hundrað þúsund síðar í sumar. Fjöldi bólusettra Breta dragi þó úr líkum á að fólk deyi af völdum veirunnar eða þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV