Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Opið hús fyrir Janssen á miðvikudag

Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
S.k. opið hús verður í Laugardalshöll á miðvikudag, 7. júlí, fyrir þá sem kjósa að fá Jansen bóluefnið. Ekki þarf að skrá sig fyrir fram í bólusetninguna.

Aðeins fjórir dagar eftir

Farið er að síga á seinni hlutann í bólusetningartörn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöll í Reykjavík.  Aðeins eru eftir fjórir dagar fyrir sumarfrí, tveir í þessari viku og tveir í þeirri næstu. 

Á morgun, þriðjudaginn 6.júlí, verður seinni bólusetning með Pfizer og hafa tæplega sjö þúsund manns verið boðaðir á milli klukkan 10 og 14.

Opið hús á miðvikudag

Á miðvikudag verður svokallað opið hús milli klukkan 10 og 13 fyrir þá sem kjósa Jansen bóluefnið. Þegar hafa um 1200 manns skráð sig í þá bólusetningu á heilsuvera.is, en öðrum er frjálst að mæta án skráningar. Skilyrðið er að hafa náð 18 ára aldri. Þungaðar konur fá ekki Jansen. 

Þrír möguleikar fyrir Astra Zenica fólk

Í næstu viku er svo lokahnykkurinn. Þá verður boðað í seinni Pfizer sprautu á þriðjudag, 13. júli, og seinni skammt af Moderna og Astra Zeneca á miðvikudag, 14.júlí.   

Þeir sem hafa verið sprautaðir með fyrri skammt af Astra Zeneca geta reyndar líka valið um tvo aðra kosti. Þeir geta mætt í Pfizer bólusetningardagana á morgun og á þriðjudag í næstu viku, þann 13. júlí.  og fengið seinni bólusetninguna með Pfizer bóluefninu. 

Sprautulaus Laugardalshöll í ágúst

Eftir 14. júlí verður gert hlé á bólusetningum fram í miðjan ágúst. Þá verður hafist handa að nýju, en með breyttu sniði sem kynnt verður þegar nær dregur. Þó liggur fyrir að nálar verða ekki mundaðar í Laugardalshöll eftir sumarfrí. 

 

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV