Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ætla að aflétta öllum takmörkunum 19. júlí

05.07.2021 - 23:32
Erlent · COVID-19 · England
epa09317641 British Prime Minister Boris Johnson speaks during a press conference with German Chancellor Merkel (not pictured) at the Prime Minister's country residence at Chequers, Buckinghamshire, Britain, 02 July 2021. The two nations have agreed a post Brexit joint declaration on foreign and security policy cooperation. The bilateral agreement is the first to be struck between London and Berlin on foreign and security policy issues.  EPA-EFE/ANDY RAIN / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Stefnt er að því að öllum gildandi sóttvarnatakmörkunum á Englandi verði aflétt 19. júli næstkomandi. Þetta staðfesti forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, í dag.

 

Johnson greindi frá áætlunum á blaðamannafundi í Downingstræti í dag, sagði hann að endanleg ákvörðun yrði tekin 12. júlí eftir frekari rannsóknir á gögnum. Verði af fyrirhuguðum afléttingum verður grímuskylda afnumin ásamt gildandi fjöldatakmörkunum. Johnson sagðist þó sjálfur ætla að halda áfram að bera grímu á meðal fólks eftir 19. júlí.

Forsætisráðherrann sagði að bólusetningar hafi gert stjórnvöldum kleift að afnema aðgerðir. Hann sagði að enn yrði gripið til einangrunar greinist einhver smitaður af veirunni en unnið er að nýjum verkferlum þegar fullbólusettur einstaklingur er í nánum samskiptum við einstakling sem greinist smitaður. Nýr heilbrigðisráðherra Sajid Javid, sagði að líklegast yrði tilkynningu um þær fyrirætlanir næsta fimmtudag.

Delta-afbrigði kórónuveirunnar fer enn um Bretland eins og eldur í sinu og fjölgar greindum tilfellum dag frá degi í landinu. Breskir vísindamenn segja þó að betra sé að aflétta takmörkunum núna en í haust þegar skólar fara aftur af stað.

 

Andri Magnús Eysteinsson