Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í júní

02.07.2021 - 09:30
Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RÚV
Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir fyrirtækja í júní þar sem alls 62 starfsmönnum var sagt upp.

Annars vegar er um að ræða 30 starfsmenn við sérfræði-, vísinda- og tæknilega starfsemi, segir í tilkynningu frá Vinnumálastofnun. Hins vegar er svo um að ræða 32 starfsmenn í fiskvinnslu á Vesturlandi, en mbl.is greindi frá því í gær að það séu allir starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Agustsson ehf. í Stykkishólmi. 

Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu ágúst 2021 til október 2021, segir í tilkynningu Vinnumálastofnunar. 

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust stofnuninni í maí og ein í apríl.