Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Slökkvistarfi lokið á Akureyri

02.07.2021 - 22:36
Mynd: Ólafur Gros / RÚV
Slökkvistarfi á bökkum Glerár á Akureyri er lokið en þar kviknaði sinueldur á níunda tímanum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var svæðið sem brann um 200 fermetrar að stærð, 70-100 metrar á breidd en um þrír metrar á lengd.

Þótt það sé ekki stórt svæði, segir lögregluþjónn að auðvelt sé að missa tökin á gróðureldum og það hafi verið þeim til happs að tilkynning um eldinn barst snemma, áður en eldurinn náði að breiðast út um of.

Langt er síðan rigndi af viti á Akureyri og gróður er því skraufþurr.

Sinueldur á Akureyri 2. júlí 2021. Slökkvistarf.
 Mynd: RÚV
Sinueldur á Akureyri 2. júlí 2021. Slökkvistarf.
 Mynd: RÚV
Um 200 fermetrar gróðurs urðu eldinum að bráð.
alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV