Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Bera sand í tjörublæðingar á Austurlandi

01.07.2021 - 12:13
Mynd með færslu
 Mynd: Tryggvi Aðalbjörnsson - RÚV
Vegagerðin á Austurlandi vinnur nú hörðum höndum að því að bera sand ofan í miklar tjörublæðingar í malbiki. Búið er að sandbera á Hólmahálsi, í Norðfjarðarsveit, á Borgarfirði eystra og á Fjarðarheiði. Nú er verið að ljúka við að bera í blæðingar á fjölda staða á Suðurfjarðarvegi milli Breiðdalsvíkur á Hafnar í Hornafirði.

 

Blæðingarnar eru vegna mikilla hita og er hálkuvarnarsandur borinn í tjöruna. Hann treðst ofan í blæðinguna og þurrkar hana upp. Vegfarendum er bent á að fara með gát því hált getur orðið í tjörunni og mynstur hjólbarða getur fyllst. 

 

 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV