Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Níu hús rýmd vegna aurskriðunnar í Varmahlíð

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Níu íbúðarhús voru rýmd vegna aurskriðunnar sem féll á tvö hús við Laugaveg í Varmahlíð í gær. Engan sakaði í skriðunni en talsverðar skemmdir urðu á húsunum.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að ákveðið hafi verið að rýmingin standi að svo stöddu en ákvörðun um framhaldið liggur fyrir eftir fund almannavarnanefndar Skagafjarðar í fyrramálið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fyrir hádegi.