Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

480 farþegar í skemmtiferðaskipi á Seyðisfirði

30.06.2021 - 12:20
Mynd með færslu
Viking Sky í höfn á Seyðisfirði Mynd: Seyðisfjarðarhöfn - Kristján Kristjánsson
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Seyðisfjarðarhafnar í morgun. Þetta er skipið Viking Sky og getur tekið 930 farþega. Um borð eru um 480 farþegar og áhöfnin telur 450 manns. Allir eru bólusettir. Níu rútur eru nú með farþega í skoðunarferðum um Austurland. Skipið siglir í kvöld og verður á Djúpavogi í fyrramálið.
runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV