Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Stolið listaverk Picassos endurheimt eftir níu ár

Mynd með færslu
 Mynd: Pantelis-Saitas - Reuters.com

Stolið listaverk Picassos endurheimt eftir níu ár

29.06.2021 - 23:46

Höfundar

Málverkið „Höfuð af konu“ eftir spænska listmálarann Picasso sem var stolið úr ríkislistasafninu í Aþenu fyrir níu árum síðan var endurheimt í dag.

Maður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um að hafa stolið málverkinu ásamt tveimur öðrum verkum eftir listamennina Caccia og Mondrian.

Þjófnaðurinn er talinn hafa átt sér stað árið 2012 en verknaðurinn tók aðeins sjö mínútur. Öryggiskerfi safnsins var þá úrelt og ekki voru öryggismyndavélar í öllum rýmum. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá málinu í dag. 

Verkið hefur mikið menningargildi fyrir Grikki en Picasso gaf Grikkjum listaverkið til að heiðurs grísku andspyrnuhreyfingunni gegn nasistum í seinni heimsstyrjölfinni en verkið var málað árið 1939.

 

 

Tengdar fréttir

Heilbrigðismál

Grikkir greiða ungu fólki fyrir að fara í bólusetningu

Menningarefni

Picasso-verk keypt fyrir 103 milljónir Bandaríkjadala

Pistlar

Um stórar byltingar í litlu þorpi