Hraun bræddi sundur ljósleiðara

29.06.2021 - 14:30
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Göngufólk á leið upp að gosstöðvunum á Reykjanesi um gönguleið C gætu þessa stundina fundið fyrir því að farsímar þeirra verði sambandslausir á leiðinni.

Samkvæmt tilkynningu frá Vodafone orsakast sambandsleysið af því að hraun hefur brætt í sundur ljósleiðara sem skaffað hefur sendi sambandið. 

Í tilkynningunni segir að unnið sé að því að skoða næstu skref.
 

Andri Magnús Eysteinsson