Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Hættulegt að stökkva í Eyvindará

29.06.2021 - 09:25
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Miklum hita er spáð á Austurlandi í dag og næstu daga. Hitinn verður einna mestur á Héraði, gæti orðið um 26 stig. Í slíku veðri er oft vinsælt að stökkva í Eyvindará en nú er áin vatnsmikil og straumhörð og er fólk varað við því að fara í ána á meðan svo er. Foreldrum er bent á að brýna fyrir börnum sínum að varast ána. Foreldrar hafa þegar sett upp heimagert skilti þar sem varað er við því að stökkva í ána. Sveitarfélagið Múlaþing hefur líka sent frá sér viðvörun.