Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

34 hafa látist í hitabylgju í Vancouver

29.06.2021 - 21:02
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot úr myndbandi EBU
Talið er að þrjátíu og fjórir hafi látist í mikilli hitabylgju í borginni Vancouver og nágrenni í Kanada síðustu daga. Lögregluyfirvöld greindu frá þessu í kvöld. Hættulega hár hiti hefur verið í vestanverðu Kanada og Bandaríkjunum síðan um helgina.

Hitamet hafa fallið tvívegis í Kanada, síðast í gær þegar hitinn mældist 47,9 gráður. „Þó að dauðsföllin séu enn til rannsóknar, þá er talið að hitinn hafi átt þátt í meirihluta þeirra,“ segir í yfirlýsingu lögregluyfirvalda, að því er fram kemur í frétt AFP. Flestir hinna látnu voru aldraðir. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - grafík