Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Fella niður gjald vegna breytinga á kyni í Þjóðskrá

28.06.2021 - 18:02
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Freyr Arnarson / Karl New - RÚV
Breytingar hafa verið gerðar hjá Þjóðskrá en nú eru breytingar á kyni og nafni orðnar gjaldfrjálsar. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.

Áður höfðu breytingar af þessum toga í gögnum Þjóðskrár kostað 9000 krónur sem kveðið var á um í lögum um aukatekjur ríkissjóðs.

Sækja má um breytingar á kyni og nafni á vef Þjóðskrár en greiða þarf 4.000 fyrir umfjöllun mannanafnanefndar sé nafnið ekki á mannanafnaskrá.

Andri Magnús Eysteinsson