Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Undirgöng Kólosseum loks opin almenningi

epa09300976 A view of the hypogeum area of the Colosseum ready to open to the public in Rome, Italy, 25 June 2021, after three years of restoration works. The underground tunnels and rooms where gladiators and wild animals once prepared for battle are accessable for visitors now. EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI
 Mynd: RICCARDO ANTIMIANI - EPA-EFE

Undirgöng Kólosseum loks opin almenningi

27.06.2021 - 14:39

Höfundar

Undirgöng Kólosseum í Róm hafa nú verið opnuð að fullu fyrir almenningi eftir miklar endurbætur undanfarin tvö ár á þeim fimmtán göngum sem lágu áður undir leiksviðinu. Þau hafa hingað til verið aðeins aðgengileg að hluta til. 

Kólosseum sem var byggt í tíð Vespasíanusar, Rómarkeisara, og klárað árið 80 e.Kr. í tíð Títusar, hefur lifað tímana tvenna. Byggingin hefur mátt þola jarðskjálfta, eldingar og bruna og fjarlægðu Rómverjar í gegnum tíðina allan marmara sem byggingin áður skartaði.

Nú má ganga um fyrrum undirgöngin þar sem getur að líta klefa sem áður hýstu skylmingaþræla og Afríkudýr.

Endurbæturnar eru hluti af yfirhalningu á Kólosseum sem staðið hefur yfir síðustu átta ár.  Dario Franceschini, menningarmálaráðherra Ítalía, þáði dygga aðstoð einkaaðila við framkvæmdirnar, en ítalska tískuhúsið Tod's hefur lagt 25 milljónir evra í verkefnið, rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna, að því er Guardian greinir frá.

Alfonsina Russo, framkvæmdastjóri Kólosseum, segir undirgöngin, sem fyrst voru grafin upp af fornleifafræðinugm á 19. öld, hafi verið hið sanna baksvið hringleikahússins.

epa09300976 A view of the hypogeum area of the Colosseum ready to open to the public in Rome, Italy, 25 June 2021, after three years of restoration works. The underground tunnels and rooms where gladiators and wild animals once prepared for battle are accessable for visitors now. EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI
 Mynd: RICCARDO ANTIMIANI - EPA-EFE
Rúmlega 80 fornleifafræðingar hafa tekið þátt í endurgerðinni.
epa09300976 A view of the hypogeum area of the Colosseum ready to open to the public in Rome, Italy, 25 June 2021, after three years of restoration works. The underground tunnels and rooms where gladiators and wild animals once prepared for battle are accessable for visitors now. EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI
 Mynd: RICCARDO ANTIMIANI - EPA-EFE
epa09301005 A view of the hypogeum area of the Colosseum ready to open to the public in Rome, Italy, 25 June 2021, after three years of restoration works. The underground tunnels and rooms where gladiators and wild animals once prepared for battle are accessable for visitors now.  EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI
 Mynd: EFE - EPA
epa09300976 A view of the hypogeum area of the Colosseum ready to open to the public in Rome, Italy, 25 June 2021, after three years of restoration works. The underground tunnels and rooms where gladiators and wild animals once prepared for battle are accessable for visitors now. EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI
 Mynd: RICCARDO ANTIMIANI - EPA-EFE

Búið er að endurbæta framhlið Kólosseum og nú undirgöngin, næsti hluti framkvæmdanna er að byggja nýtt svið, þar sem jafnvel verður hægt að halda viðburði, setja upp lýsingu og reisa nýja gestastofu. Framkvæmdum á að ljúka 2024.