Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Þokuloft og minni háttar mengun yfir höfuðborgarsvæðinu

27.06.2021 - 12:07
Mynd með færslu
 Mynd: Hildur Margrét Jóhannsdóttir - RÚV
Mistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að mistrið sé þokuloft sem fylgir hlýindum. Þá kunni gas frá gosstöðvunum að vera blandað þokuloftinu þar sem nú blæs í suðvestanátt.

Á loftgæðakorti Umhverfisstofnunar má sjá nokkuð skýrt hvernig gasmengun leggur í norðausturátt frá gosstöðvunum. Loftgæði eru góð víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu en mælast aðeins sæmileg í Háaleitishverfi, Kópavogi og í Hvalfirði. Þau eru mjög góð á vestanverðum Reykjanesskaga, á Hellisheiði og í Hveragerði. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með loftgæðamælingum í dag. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV