Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gleðigangan stöðvuð í Istanbúl eitt árið enn

27.06.2021 - 00:27
epa09303419 Turkish police block the march of LGBT (lesbian, gay, bisexual, transgender) community members and supporters during the ​Istanbul Pride March in Istanbul, Turkey, 26 June 2021. The Turkish Goverment has banned the Istanbul Pride March as they did in previous years.  EPA-EFE/ERDEM SAHIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hundruð söfnuðust saman í Istanbúl í Tyrklandi í dag og freistuðu þess að ganga gleðigöngu um borgina til að fagna fjölbreytileikanum, mótmæla vaxandi fordómum í garð hinseginfólks í Tyrklandi og berjast fyrir réttindum sínum, þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu afturkallað leyfi fyrir göngunni á síðustu stundu. Lögregla beitti táragasi á göngufólk og tugir voru handteknir, þar á meðal ljósmyndari AFP-fréttastofunnar.

Vísað í reglur sem þó komu ekki í veg fyrir að leyfi var veitt

Leyfi hafði verið veitt fyrir göngunni og búið að girða gönguleiðina af og gera allt klárt þegar boð bárust frá borgarstjórn Istanbúl um að gangan skyldi ekki fara fram eftir allt saman. Vísað var í lög og reglugerðir um mótmælagöngur og -fundi, sem bannar meðal annars viðburði sem ýta undir „brot gegn almennu siðgæði.“

Einnig var vísað til sóttvarnareglna vegna COVID-19, sem rétt eins og siðgæðisákvæðið komu þó ekki í veg fyrir að leyfi var sannarlega veitt fyrir göngunni.

Gleðigöngur bannaðar frá 2015

víðar Stjórnvöld í Tyrklandi hafa bannað gleðigöngur allar götur síðan 2015 og ýmist borið fyrir sig öryggisástæður, siðgæðisástæður eða, eins og í ár og í fyrra, COVID-19.  

Tugir þúsunda tóku aftur á móti þátt í vel heppnuðum gleðigöngum í París, Berlín, Róm og fleiri borgum Evrópu í dag. Í Lissabon og Lundúnum voru göngurnar hins vegar blásnar af vegna mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónaveirunnar í Portúgal og Bretlandi upp á síðkastið.